Ásmundur Einar bætir skólamálum við en Lilja með menningu og viðskipti

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu verður skipt upp í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem tekur við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag.

Lilja D. Alfreðsdóttir sem var mennta- og menningarmálaráðherra lætur skólamálin yfir til Ásmundar Einars Daðasonar flokksbróður síns sem verður áfram barnamálaráðherra en nú einnig yfir skólamálum í landinu. Hann er þó ekki áfram félagsmálaráðherra, þar eð það ráðuneytinu fer yfir til Vinstri grænna þótt mörg verkefni þess haldist áfram hjá honum.

Lilja bætir við sig viðskiptaráðuneytinu. Þá er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, áfram í samgönguráðuneytinu, en það mun stækka á kjörtímabilinu og verða innviðaráðuneyti.