Baldur Þórhallsson prófessor í framboði til forseta

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands í komandi kosningum þann 1. júní nk.

Þetta kynnti Baldur, ásamt eiginmanni sínum Felix Bergssyni, á fundi í Bæjarbíó í Hafnarfirði nú í hádeginu. Upptöku frá fundinum má finna í myndbandinu hér að neðan.

„Við getum ekki lengur setið hjá og láta hvatningarorð sem vind um eyru þjóta,“ sagði Baldur og sagði ætlunina að svara kallinu hátt og skýrt og taka slaginn. Hann sagði þá Felix hafa hugsað málin að undanförnu og hlustað á hvatningu fjölmargra stuðningsmanna.

„Og svarið er já. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi.“

Baldur var varaþingmaður Samfylkingarinnar og hefur tekið sæti á Alþingi sem slíkur.