Biðlistar styttir og aðgerðum fjölgað: Hvetur til að samið verði áfram við Klíníkina

„Ótrúlega þakklátur. Snillingurinn Hjálmar Þorsteinsson, bæklunarlæknir á Klínikunni fór líknandi höndum um hægri mjaðmarlið í morgun með þeim tækjum og tólum sem til þarf,“ segir framsóknarmaðurinn söngelsi, Ísólfur Gylfi Pálmason, fv. alþingismaður og sveitarstjóri.

Hvetur hann til áframhaldandi samninga Sjúkratrygginga Íslands og Klínikarinnar. „Stytta biðlista og fjölga aðgerðum til þess koma fólki úr sársauka og óþolandi verkjum. Síðast fór ég til Svíþjóðar með þá vinstri, fyrir fimm árum, með öllu því brambolti sem því fylgdi,“ bætir hann við.