Stjórn Iceland Seafood hefur ráðið Bjarna Ármannsson, fv. forstjóra Glitnis, sem forstjóra. Tekur hann við starfinu af Helga Antoni Eiríkssyni.
Í tilkynningu fyrirtækisins til Kauphallarinnar segir að Bjarni, sem verið hefur stjórnarformaður Iceland Seafood frá því í fyrra, hætti nú í stjórninni, en hann er einn stærsti eigandi félagsins.
„Ég er afar spenntur yfir því að hafa verið ráðinn í þetta starf,“ segir Bjarni, en undir hatti IS starfa níu dótturfélög í mörgum löndum og er markmiðið að skrá félagið á aðallista Kauphallarinnar síðar á þessu ári.
Benedikt Sveinsson tekur við stjórnarformennsku, en hann hefur átt sæti í stjórn félagsins um árabil.