Einn þekktasti markaðsmaður landsins til VÍS

Guðmundur Óskarsson.

Guðmund­ur Óskars­son hef­ur verið ráðinn sem for­stöðumaður sölu- og markaðsmá­la hjá VÍS. Helsta verk­efni hans er að leiða sölu- og markaðsmál fyr­ir­tæk­is­ins í gegn­um sta­f­ræn­ar leiðir. Hann mun heyra und­ir Guðnýju Helgu Her­berts­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Sta­f­rænn­ar þró­un­ar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, sem skráð er í Kauphöllina. Guðmundur er einn þekktasti markaðsmaður landsins og hefur komið víða við í íslensku viðskiptalífi.

Guðmund­ur starfaði hjá Icelanda­ir um 14 ára skeið, lengst af sem fram­kvæmda­stjóri og for­stöðumaður sölu- og markaðssviðs. Hann var einnig for­stöðumaður sölu- og markaðsmá­la hjá Air Ice­land Conn­ect. Guðmund­ur er með BS- og BA-gráðu í viðskipta­fræði og alþjóðasam­skipt­um frá Penn­sylvania State Uni­versity og diplómu frá Uni­versity of Leipzig í Þýskalandi.