Elsa Þorkelsdóttir dregin út í jólagjafaleik Viljans

Elsa S. Þorkelsdóttir lögfræðingur fékk aðalvinninginn í jólagjafaleik Viljans.

Gríðarlega góð þátttaka var í jólagjafaleik Viljans, en dregið var um aðalverðlaunin nú um kaffileytið á aðfangadag.

Elsa Sigurveig Þorkelsdóttir, lögfræðingur í Reykjavík, var dregin út í dag, en hlýtur glæsilegan vinning: Gistingu fyrir tvo á Hótel Leirubakka undir rótum sjálfrar Heklu, út að borða fyrir tvo á veitingastað hótelsins, aðgang að Heklusýningunni og margt fleira sem tilheyrir þessum sögufræga stað. 

Viljinn óskar Elsu vitaskuld innilega til hamingju með vinninginn.

Bókaverðlaun í jólagjafaleiknum hlutu þau Jóhanna Sigþórsdóttir blaðamaður og Gylfi Magnússon dósent.

Viljinn vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í leiknum kærlega fyrir þátttökuna og minnir á, að á næstunni verður efnt til fleiri slíkra leikja meðal þeirra sem fylgja Viljanum á helstu samskiptamiðlum.