Færi í doktorsnám ef dr. Gunni væri ekki þegar til

Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður Framsóknarflokks og síðar Miðflokksins, útskrifaðist um sl. helgi með meistaragráðu í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun frá Háskólanum á Bifröst.

„Búið að vera gaman að kynnast skemmtilegum nemendum og kennurum og finna stuðning og hvatningu frá fjölskyldunni,“ segir Gunnar Bragi og bætir við í léttum dúr:

„Færi í doktorsnám ef Dr. Gunni væri ekki þegar til! Getum ekki verið tveir með þann titil.“