Linda Benediktsdóttir er 30 ára og uppalin í Grafarvogi, hún býr í Mosfellsbæ í dag. Hún er menntaður lífefnafræðingur. Í dag er hún hins vegar með mörg fjölbreytt og skapandi verkefni á borðinu, hefur hún alla tíð verið óhrædd við að prófa nýja og spennandi hluti.
Sem unglingur vann hún meðal annars fyrir sér sem fyrirsæta á Indlandi, hún kom svo heim eftir að hafa fengið nóg af því og kláraði háskólagráðu í lífefnafræði.
„Eftir námið, árið 2013, fór ég beint í fæðingarorlof og fann þá að löngunin til að vinna á rannsóknarstofu alla ævi var ekki til staðar. Það var því smá núll punktur fyrir mig og fór ég að einbeita mér að því sem mér hefur alltaf þótt skemmtilegast, hanna heimili, vinna í elhúsinu og taka myndir. Ég fékk mikla útrás fyrir sköpunargleða og varð virkilega hamingjusöm. Ég fór að deila efninu á netinu og þá fór boltinn hægt og rólega að rúlla. Ég stofnaði síðuna mína nokkrum árum seinna en ég hafði alltaf deilt myndum líka á Instagram löngu áður en sá miðill varð eins vinsæll og hann er í dag“.
Linda og maðurinn hafa verið að byggja með hléum stanslaust frá árinu 2013 en þá keyptu þau fyrsta húsið sem var fokhelt raðhús. Sama ár eignuðumst þau frumburðinn , Róbert. Fluttu þau inn í raðhúsið sem var mjög hrátt 2 vikum fyrir fæðingu hans. Þegar raðhúsið var fullgert hófust þau handa við að smíða drauma einbýlishúsið sitt og var raðhúsið svo selt í lok árs 2017. Samhliða fullu starfi hafa þau undanfarin ár byggt einbýlishúsið sjálf með hjálp sérfræðinga. Það er nóg að gera.
„Húsið er núna alveg að verða tilbúið. Við sáum því fram á smá rólegheitatíma og fannst þetta fullkominn tími til að koma með annað barn enda finnst okkur best að hafa nóg fyrir stafni“.
Til þess að öðlast innsýn í það sem Linda er að gera heldur hún uppi síðunni www.lindaben.is og Instagram aðgangur hennar @lindaben fer ört stækkandi.
„Ég þróa uppskriftir, mynda þá rétti sem ég er ánægðust með og deili uppskriftum. Ég deili öllu sem tengist framkvæmdunum og tek myndir af heimilinu. Ef ég heillast svo af einhverjum vörum og langar að deila með fylgendum þá fer ég í samstarf með þeim fyrirtækjum sem er heilmikil en skemmtileg vinna“.
Linda vinnur einnig sem matarstílisti fyrir auglýsingar og viðburði. Hún er svo alltaf með nokkur járn í eldinum og með spennandi verkefni sem hún getur þó ekki deilt frá eins og stendur.
„Ég sýni frá lífinu okkar og hvað það er oft smá brjálæðislegt, það hefur verið allt annað en auðvelt að byggja heilt hús á sama tíma og reka sitt eigið fyrirtæki. Manni hefur oft langað smá að fara grenja úr þreytu en þá man maður hvað maður er heppin að fá að byggja einbýlishús og að vera sinn eiginn herra og því deili ég því með fylgjendum“.
Hvað er planið hjá Lindu þar sem eftir er af sumri ?
,,Í sumar ætlum við að klára að komast upp á efri hæðina í húsinu okkar, það er markmið nr 1, 2 og 3! Þegar efri hæðin er tilbúin mun mest af orkunni minni að minnsta kosti fara í að undirbúa komu dóttur okkar í heiminn sem er væntanleg í byrjun nóvember. Tengdaforeldrar mínir fjárfestu nýverið í gullfallegum sumarbústað sem er um það bil tilbúinn fyrir innréttingar. Ég ásamt tengdafjölskyldu minni erum á fullu þessa dagana að undirbúa og skipuleggja bústaðinn. Þó svo að við erum gríðarlega spennt að klára húsið okkar þá erum við líka dugleg að muna eftir að taka okkur frí. Við förum alltaf vestur í Þorskafjörð á hverju sumri og er það algjört must, við erum með lítinn kofa þar fjölskyldan. Ekkert rafmagn og bara hægt að komast í fjöru, algjör ‘’in to the wild’’ upplifun og við elskum það’’
Íslendingar eru allskonar, sem gerir það að verkum að þjóðin er ekki síður skapandi en þenkjandi. Fólk sem hefur fæðst hér og flutt hingað setur sitt skemmtilega mark á samfélagið sem færist síðan stundum með þeim út í heim. Eins og oft hefur verið sagt, ætli það sé ekki eitthvað í vatninu. Viljinn náði tali af nokkrum einstaklingum til þess að sjá hvað þeir eru að gera í lífinu og hvað þau hafa gert í sumar og hvað planið sé þar til sumri lýkur. – María Rún Vilhelmsdóttir tók saman.