Sigurður Orri Kristjánsson, stjórnmálafræðingur, hefur verið ráðinn til starfa hjá Viðreisn sem verkefnastjóri samfélagsmiðla og viðburða.
Sigurður hefur undanfarin ár starfað í fjölmiðlum við hin ýmsu verkefni. Nú síðast á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem fréttamaður. Þá hefur hann einnig unnið við dagskrárgerð bæði í útvarpi og sjónvarpi sem og séð um beinar lýsingar og umfjallanir frá íþróttaviðburðum. Þar áður starfaði Sigurður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Barnaverndarstofu.
„Ég er spenntur fyrir vetrinum, verkefnin sem mega ekki bíða eru mörg og ég hlakka til að hjálpa Viðreisn að koma hlutum í verk sem skipta almenning í landinu raunverulegu máli,“