Fulltrúi Miðflokksins í stjórn Landsvirkjunar komin aftur í Framsókn

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, lögmaður og fv. borgarfulltrúi, lýsti í kvöld yfir stuðningi við Framsóknarflokkinn á fésbókinni. Hún situr þó í stjórn Landsvirkjunar fyrir hönd Miðflokksins og hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir þann flokk.

Guðfinna Jóhanna var borgarfulltrúi Framsóknarflokksins um fjögurra ára skeið á árunum 2014-2018, en segist í samtali við Viljann í kvöld ekki tekið þátt í störfum neins stjórnmálaflokks síðan hún hætti sem borgarfulltrúi vorið 2018 og snéri sér að lögmannsstörfum.

„Ég hef hins vegar setið í stjórn Landsvirkjunar síðan í apríl 2018 en skipað er í stjórnina árlega. Miðflokkurinn tilnefndi mig þar og ég mun eftir helgi segja mig úr stjórninni,“ segir hún.