Fyrrverandi landlæknir mættur aftur í framlínuna

Ljósmynd: Landspítalinn.

Sigurður Guðmundsson, fv. landlæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, er einn þeirra sem svarað hefur kalli landlæknis og skráð sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar.

Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Landspítalans, smellti þessari mynd af Sigurði á dögunum, þar sem hann tekur þátt í stofugangi hjá sjúklingum með Kórónuveiruna Covid-19, en Sigurður er nú á áttræðisaldri.

Sigurður er einn reyndasti og virtasti læknir okkar Íslendinga, sérfræðingur í smitsjúkdómum og því ómetanlegt að njóta óvænt aftur starfskrafta hans nú.