Guðrún nýr dómsmálaráðherra

stjornarrad.is

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur tekið sæti sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Guðrún tók við lyklavöldum í dómsmálaráðuneytinu í dag af Jóni Gunnarssyni sem gegnt hefur embætti dómsmálaráðherra í 18 mánuði. Þegar tilkynnt var um áframhaldandi samstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að liðnum síðustu kosningum, boðaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að Guðrún myndi taka við ráðuneytinu að átján mánuðum liðnum og hefur það nú gengið eftir.

Guðrún er fædd á Selfossi 9. febrúar 1970. Hún lauk BA-próf í mannfræði HÍ 2008 og diplóma í hagnýtri jafnréttisfræði HÍ 2011. Guðrún starfaði um árabil hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís í Hveragerði. Hún hefur gegnt fjölda trúnaðar- og stjórnarstarfa í fyrirtækjum og félögum og var um árabil atkvæðamikil innan Samtaka atvinnulífsins, sem formaður Samtaka iðnaðarins, hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna og Landssamtökum lífeyrissjóða.

Guðrún hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem fyrsti þingmaður Suðurlands frá kosningum árið 2021 og tók við embætti dómsmálaráðherra þann 19. júní 2023.