Gummi Kíró og Halla Tómasdóttir skiptust á töskum

Fullt var út úr dyrum í Ármúla 13 í gær, við formlega opnun kosningaskrifstofu Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda.

Rúmlega 200 manns litu við í pönnukökur og létt spjall um stefnumál og áherslur Höllu í komandi forsetakosningum.

Kristján Jóhannsson óperusöngvari tók lagið, og Gummi Kíró og Halla skiptust á töskum eins og má sjá á myndinni hér að ofan. Að neðan má sjá Höllu og eiginmann hennar, Björn Skúlason, ávarpa gesti við opnunina.