Hann elskaði landið sitt og söguna

Jón R. Bárðarson. Ljósmynd: Magnús Hlynur Hreiðarsson.

„Mikill snillingur fallinn frá, Jón R. Hjálmarsson. Skemmtilegur maður sem gaman var að kynnast. Þessa mynd tók ef af honum 5. maí 2006 á bænum Fossi í Hrunamannahreppi þegar Rótarýklúbbur Selfoss var í heimsókn þar. Blessuð sé minning Jóns.“

Þetta segir Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttaritari Stöðvar 2 á Suðurlandi, í færslu á fésbók í dag, þar sem hann birtir meðfylgjandi mynd sem Viljinn hefur fengið góðfúslegt leyfi til þess að birta.

Jón R. Hjálm­ars­son, fyrr­ver­andi fræðslu­stjóri, lést á Land­spít­al­an­um í Reykja­vík síðastliðinn laug­ar­dag, 96 ára að aldri. Hann fædd­ist 28. mars 1922 í Bakka­koti, Vest­ur­dal í Skagaf­irði, son­ur þeirra Hjálm­ars Jóns­son­ar og Odd­nýj­ar Sig­ur­rós­ar Sig­urðardótt­ur. Hann lauk bú­fræðiprófi frá Hól­um 1942, stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri 1948, cand. mag.-prófi í ensku, þýsku og sögu frá Ósló­ar­há­skóla 1952 og cand. phi­lol.-prófi í sagn­fræði frá sama skóla árið 1954.

Eft­ir nám gerðist Jón skóla­maður og var skóla­stjóri Héraðsskól­ans í Skóg­um und­ir Eyja­fjöll­um 1954-1968 og frá 1970-1975 og skóla­stjóri við Gagn­fræðaskól­ann á Sel­fossi 1968-1970. Hann var síðan fræðslu­stjóri á Suður­landi frá 1975 til starfs­loka árið 1990.

Jón bjó lengst af með fjölskyldu sinni á Selfossi, en seinni árin í höfuðborginni.

Jón var vinsæll ferðaleiðsögumaður um árabil. Hann elskaði landið sitt og söguna og ferðir hans með eldri borgara nutu mikilla vinsælda. Eft­ir hann liggja marg­ar bæk­ur, meðal ann­ars kennslu­rit og bæk­ur um sagn­fræði og þjóðleg­an fróðleik.

Jón R. Bárðarson hlaut ridd­ara­kross hinn­ar ís­lensku fálka­orðu árið 1983 og var sæmd­ur Paul Harris Fellow-orðu Rot­aryhreyf­ing­ar­inn­ar 1986 og 1996.

Hann kvænt­ist Guðrúnu Ó. Hjör­leifs­dótt­ur 25. sept­em­ber 1954 og börn þeirra eru Hall­dóra, Hjálm­ar Andrés, Hjör­leif­ur Rafn, Odd­ný Sig­ur­rós og Guðrún Helga. Barna­börn hans eru níu tals­ins og eitt langafa­barn.