Hanna Birna ráðin til UN Women í New York

„Spennt, stolt og þakklát fyrir enn eitt tækifærið til að vinna að jafnrétti kynjanna á alþjóðavettvangi – nú sem Senior Advisor on Women´s Leadership á aðalskrifstofu UN Women,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, fv. ráðherra og borgarstjóri, í færslu á fésbók sinni í dag.

Hún hefur verið ráðin í ráðgjafarstarf í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, en mun áfram gegna starfi stjórnarformanns kvenleiðtoga í heiminum (Women Political Leaders).

„Verð auðvitað reglulega á Íslandi, þar sem ég leiði áfram undirbúning Heimsþings kvenleiðtoga í Reykjavík sem stjórnarformaður WPL – en New York er nýja aðalvinnuborgin mín og ég hlakka mikið til að leggja mitt af mörkum í því mikilvæga starfi sem UN Women vinnur í þágu kvenna um allan heim,“ segir Hanna Birna ennfremur.