Helga Jóhannsdóttir sem er settur konrektor í MH á haustönn hefur verið ráðin konrektor frá 1. janúar 2019.
Helga hefur víðtæka reynslu af kennslu, af námsefnis- og námskrárgerð í framhaldsskóla og hefur verið settur áfangastjóri 2017-2018.
Helga útskrifaðist sem stúdent frá MH 1985 og hóf kennslu við MH 1993 að loknu háskólanámi.