Helga Þórisdóttir býður sig fram til forseta

Helga Þórisdóttir, lögfræðingur og forstjóri Persónuverndar, tilkynnti um framboð sitt til embættis forseta Íslands á blaðamannafundi á heimili sínu um hádegisbilið í dag.

Í ávarpi sínu fór hún yfir starfsferil sinn og uppvöxt og að sín áhersluatriði, hefðu alltaf fyrst og fremst verið þau að vera þjónn fólksins í landinu í opinberri þjónustu.

Í til­kynn­ingu sem Helga sendi frá sér í vikunni kom fram að Helgu hefði á und­an­förn­um vik­um borist fjölmargar áskor­an­ir til for­setafram­boðs úr ýms­um átt­um.

Ávarp Helgu má sjá í heild sinni í myndbandinu hér að neðan.