
Myndlistarmaðurinn Hjalti Parelius heldur uppá tíu ára starfsafmæli með opnun í Gallerý Grásteini, Skólavörðustíg 4, í dag frá 16-20 og á Menningarnótt 24. ágúst frá 16-20 en sýninginn mun standa til 30. ágúst. Þaðan mun sýningin færast til Berlínar.

Þetta er fyrsta einkasýning Hjalta í fjögur ár á Íslandi, en vegna anna hefur listamaðurinn ekki haft nóg af verkum til þess að halda sýningu, þar sem þau hafa selst jafnóðum.