Hún var einn af klett­un­um í Fram­sókn­ar­flokkn­um

Sigrún Sturlu­dótt­ir, sem borin var til grafar í dag, var forystukona í Framsóknarflokknum í Reykjavík um áratugaskeið, virk í bindindishreyfingunni og kirkjuvörður um árabil í Bústaðakirkju.

Sigrún fædd­ist á Suður­eyri við Súg­anda­fjörð 18. apríl 1929. Hún lést 1. nóv­em­ber 2019. Hún var dótt­ir hjón­anna Kristeyj­ar Hall­björns­dótt­ur hús­móður og Sturlu Jóns­son­ar odd­vita og hrepp­stjóra á Suður­eyri við Súg­anda­fjörð.

Sigrún gift­ist 1949 Þór­halli Hall­dórs­syni verk­stjóra og sveit­ar­stjóra, f. 21. októ­ber 1918, d. 23. apríl 2015. For­eldr­ar hans voru Stein­unn Jóns­dótt­ir hús­móðir og Hall­dór Jóns­son bóndi á Arn­gerðareyri við Ísa­fjörð. Eiga þau dæturnar Ingu Láru, Sóleyju Höllu, Auði og Steinunni.

Sigrún og Þór­hall­ur kynnt­ust á Suður­eyri og hófu þar bú­skap. Þar hófust líka afskipti Sigrúnar af félagsmálum, sem hún sinnti af elju alla tíð síðan. Hún sat í stjórn kven­fé­lags­ins Ársól­ar og hélt uppi öfl­ugu starfi í barna­stúk­unni. Eft­ir að þau hjón fluttu til Reykja­vík­ur vann hún ýmis störf og síðustu starfs­ár­in var hún kirkju­vörður við Bú­staðakirkju. Í Morgunblaðinu í dag er tilgreint að hún hafi m.a. setið í stjórn Kven­fé­laga­sam­bands Íslands, var í or­lofs­nefnd hús­mæðra í Reykja­vík og sá um or­lofs­dvöl þeirra í mörg ár og tók þátt í starfi IOGT. Hún var virk í starfi Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Sigrún hlaut fjölda viður­kenn­inga fyr­ir störf sín að fé­lags­mál­um og árið 2006 var hún sæmd heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu fyr­ir störf að fé­lags­mál­um.

Félagsvera af guðs náð

Sigrún Magnúsdóttir, fv. borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og ráðherra, segir í minningargrein í Morgunblaðinu í dag, að Sigrún hafi verið „fyr­ir­mynd og kjöl­festa“ fram­sókn­ar­kvenna í ára­tugi. „Hún var fé­lags­vera af guðs náð, sem nýtti það ekki sér til fram­drátt­ur held­ur miðlaði hún og veitti ríku­lega öðrum,“ bætir hún við.

„Það var stórt skref í bar­áttu fyr­ir hug­sjón­um Fram­sókn­ar­flokks­ins varðandi jafn­rétti og fram­gang kvenna þegar Lands­sam­band fram­sókn­ar­kvenna var stofnað árið 1981 í Reykja­vík. Sigrún var val­in formaður LFK á fræg­um fundi á Húsa­vík tveim­ur árum síðar. Hún hófst strax handa og var bæði sókndjörf og fram­sæk­in, enda fór skriða af stað og kon­ur sóttu fram um land allt,“ segir Sigrún um nöfnu sína og bætir við að Sigrún hafi tekið að sér kosningastjórn í frægum borgarstjórnarkosningum 1986 og verið elsti frambjóðandinn fyrir síðastliðnar alþingiskosningar.

Sigrún heitin í haustferð framsóknarfólks til Þingvalla fyrir nokkrum árum. Með henni á myndinni eru Áslaug Brynjólfsdóttir, Fanný Gunnarsdóttir, Margrét Hauksdóttir og Sigrún Elfa Jónsdóttir.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, segir á sama vettvangi að framsóknarfólk kveðji nú sér­staka heiðurs­konu, sem hafi verið dýr­mæt og ein­stök fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn.

„Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur misst mikla bar­áttu­konu sem ætíð var fylg­in sér og hafði ein­stak­an hæfi­leika til að ná til fólks og til að miðla mál­um,“ bætir hann við.

Lilja D. Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og menntamálaráðherra, segir að Sigrún hafi verið einn af klettunum í Framsóknarflokknum, bæði mál­efn­a­starfi flokks­ins og fé­lags­starfi.

„Sjálf man ég fyrst eft­ir henni í fram­sókn­ar­vist, hlýrri, fal­legri og hjarta­hreinni konu sem tók eft­ir smá­fólk­inu og gaf sér tíma til að sinna því. All­ar göt­ur síðan ríkti með okk­ur vin­skap­ur og virðing mín fyr­ir henni var djúp. Raun­ar naut Sigrún virðing­ar alls síns sam­ferðafólks fyr­ir óeig­ingjarnt starf í þágu sam­fé­lags­ins. Öll henn­ar vinna gekk út á að bæta sam­fé­lagið, ým­ist í stjórn­mál­un­um, fyr­ir heima­byggð eða á vett­vangi kirkj­unn­ar. Hún barðist öt­ul­lega fyr­ir jöfn­um rétti kynj­anna og við sem yngri erum eig­um henni, og henn­ar kyn­slóð, mikið að þakka fyr­ir að ryðja braut­ina með skýrri sýn og hug­sjón,“ bætir hún við.

Að leiðarlokum vill ritstjóri Viljans minnast Sigrúnar Sturludóttur með þakklæti og hlýju fyrir traustan vinskap og stuðning um árabil. Blessuð sé minning hennar.