Jón Gunnarsson fyrst dómsmálaráðherra svo verður Guðrún innanríkisráðherra

Jón Gunnarsson.

Jón Gunnarsson er nýr dómsmálaráðherra samkvæmt tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins, sem þingflokkur flokksins samþykkti fyrir hádegi.

Hugmyndin er að ráðuneytið breytist fljótlega í innanríkisráðherra og ákveðið hefur verið að Guðrún Hafsteinsdóttir taki við ráðherraembættinu í því ráðuneyti seinna á kjörtímabilinu, að hámarki eftir 18 mánuði.

Guðrún Hafsteinsdóttir verður innanríkisráðherra.

Gera má því skóna, að þar með hafi Bjarni leyst flókna stöðu innan þingflokksins þar sem Jón, sem er fyrrverandi samgönguráðherra, sóttist fast eftir ráðherraembætti og Guðrún, sem er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis og ný á þingi, er sjálfsagður kostur. Líklegt er að þetta þýði að Jón Gunnarsson sé á útleið úr stjórnmálum seinna á kjörtímabilinu.