Karl Gauti og Nanna efst hjá Miðflokknum í Kraganum

Framboðslisti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosingarnar í lok september var samþykktur á félagsfundi í kvöld með 83 % atkvæða. Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður og fv. utanríkisráðherra var áður oddviti flokksins í kjördæminu en gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Una María Óskarsdóttir varaþingmaður var ekki á lista uppstillinganefndar.

Efstur á listanum er þingmaðurinn Karl Gauti Hjaltason, en hann hefur verið þingmaður fyrir Suðurkjördæmi á kjörtímabilinu og kom úr Flokki fólksins. Í öðru sæti er Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Miðflokksins og varaþingmaður. Hún er systir Sigmundar Davíðs, formanns flokksins.

Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson nemi og aðstoðarbyggingastjóri er í þriðja sæti og Arnhildur Ásdís Kolbeins er í fjórða sæti. Sveinn Óskar Sigurðsson er í því fimmta.

Í heild er listi Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) þannig skipaður:

1 Karl Gauti Hjaltason
2 Nanna Margrét Gunnlaugsd.
3 Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson
4 Arnhildur Ásdís Kolbeins
5 Sveinn Óskar Sigurdsson
6 Hafliði Ingason
7 Elías Leví Elíasson
8 Íris Kristína Óttarsdóttir
9 Þórunn Magnea Jónsdóttir
10 Brynjar Vignir Sigurjónsson
11 Haraldur Anton Haraldsson
12 Kolbeinn Helgi Kristjánsson
13 Jón Kristján Brynjarsson
14 Þorleifur Andri Harðarson
15 Katrín Eliza Bernhöft
16 Elena Alda Árnason
17 Valborg Anna Ólafsdóttir
18 Ragnheiður Brynjólfsdóttir
19 Bryndís Þorsteinsdóttir
20 Smári Guðmundsson
21 Ásbjörn Baldursson
22 Helena Helma Markan
23 Aðalsteinn J. Magnússon
24 Alexandra Einarsdóttir
25 Sigrún Aspelund
26 Gunnar Bragi Sveinsson