Svo merkilega vildi til á næturvakt á gjörgæslunni á Landspítala Hringbraut á dögunum, að meirihluti hjúkrunarfræðinga voru karlmenn. Það er óvenjulegt.
Frá þessu er greint á vef spítalans. Hjúkrunarfræðingar á Landspítala er enn að stórum hluta konur en karlmönnum hefur fjölgað. Líklega þó varla meira hlutfallslega á spítalanum en á gjörgæslunni við Hringbraut.
Þessi vakt á sunnudagskvöldi var samt af tilviljun sérstök vegna þess að karlar mönnuðu hana nær eingöngu. Það vantar einungis einn úr hópi karlkyns hjúkrunarfræðinga á deildinni, Orra Jökulsson og Sölva Sveinsson sem er að læra hjúkrun og er á þriðja ári.
Á gjörgæslunni við Hringbraut eru 6 karlskyns hjúkrunarfræðingar og 7 þegar Sölvi hjúkrunarnemi er tekinn með (enda bara 1 ár í útskrift hjá honum). Karlmenn skipa 14 prósent starfa hjúkrunarfræðinga á deildinni.