Katrín staðfestir framboð

Forsætisráðherra er hún flutti ávarp sitt í Dúbaí fyrr í dag.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur með yfirlýsingu á samskiptamiðlum staðfest framboð sitt til embættis forseta Íslands.

Þar staðfestir hún að hún muni biðjast lausnar sem forsætisráðherra og vonast til að reynsla hennar af því að leiða saman ólík pólitísk öfl muni koma að gagni í forsetaembættinu. Jafnframt upplýsir hún, að hafa verið búin að ákveða að gefa ekki kost á sér aftur í þingkosningum en samtöl og hvatning frá fjölmörgum landsmönnum undanfarna daga og vikur hafi fengið hana til að velta fyrir sér framboði og forsetaembættinu sjálfu.