Magnús Óli endurkjörinn formaður

Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, var endurkjörinn formaður Félags atvinnurekenda á aðalfundi félagsins í gær. Magnús hefur verið formaður frá 2017 og byrjar nú seinna kjörtímabil sitt sem formaður, en því lýkur 2021.

Auk Magnúsar voru fjórir meðstjórnendur kjörnir á aðalfundinum. Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Bako-Ísberg og stjórnarmaður í Skakkaturni ehf. (Apple á Íslandi) og Friðrik Ingi Friðriksson,  forstjóri og eigandi í Aflvélum, Burstagerðinni og Spodriba, voru kjörnir til tveggja ára.

Guðmundur R. Sigtryggsson, framkvæmdastjóri XCO ehf., og Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu ehf., voru kjörin til eins árs.

Fyrir situr í stjórn Anna Kristín Kristjánsdóttir, stjórnarmaður og eigandi hjá Hvíta húsinu, en hún var kjörin á aðalfundi 2018 til tveggja ára.