Nýir stjórnendur hjá KORTA

Jakob Már Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingarbanka, var ráðinn forstjóri KORTA í desember.

Jakob er verkfræðingur og hefur starfað sem framkvæmdastjóri í fjármálageiranum í fjöldamörg ár, ásamt því að sinna þar ýmsum trúnaðarstöðum. 

Sigtryggur A. Árnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri R&D hjá Novomatic Lottery Solutions, er framkvæmdastjóri upplýsingatækni.

Sigtryggur hefur 20 ára reynslu úr hugbúnaðargeiranum, m.a. hjá Landsbankanum í Lúxemborg og OZ.

Andrea R. Þorláksdóttir er forstöðumaður áhættustýringar. Hún gegndi áður sambærilegu starfi hjá Borgun og hefur stýrt áhættustýringu og eftirliti með seljendum, búið til og þróað ferla ásamt því að innleiða m.a. ný eftirlitskerfi.