Nýr formaður Öryrkjabandalagsins: Alma Ýr vann með einu atkvæði

Alma Ýr er nýr formaður Öryrkjabandalagsins.

Alma Ýr Ingólfsdóttir var kjörinn formaður ÖBÍ réttindasamtaka á aðalfundi sem nú stendur yfir.

Alma Ýr, sem kemur frá Sjálfsbjörgu lsh, fékk 57 atkvæði, aðeins einu meira en Rósa María Hjörvar frá Blindrafélaginu sem fékk 56 atkvæði. Einn skilaði auðu.

Aðalfundur ÖBÍ réttindasamtaka hófst á Grand hótel í gær með ávarpi Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur formanns, en þetta var síðasta formannsávarp hennar. Hún lætur af formennsku á fundinum eftir sex ára starf.