Nýr framkvæmdastjóri ÍMARK

ÍMARK hefur ráðið Telmu Eir Aðalsteinsdóttur sem framkvæmdastjóra samtaka markaðs- og auglýsingafólks og hefur hún þegar hafið störf. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Telma er með MBA gráðu frá Há­skóla Íslands og BA gráðu í heim­speki, hag­fræði og stjórn­mála­fræði frá Há­skól­an­um á Bif­röst. Áður starfaði Telma meðal ann­ars sem rekstrarstjóri SalesCloud, framkvæmdastjóri Félags viðskipta- og hagfræðinga og Samtaka íslenskra framhaldsskólanema.

„Stjórn ÍMARK fór í mikla endurskipulagningu á félaginu á síðasta starfsári. Á þessu starfsári munum við blása til sóknar og auka virði fyrir okkar félagsmenn. Það er því mikill fengur að fá Telmu til liðs við ÍMARK sem hefur bæði víðtæka reynslu og metnað til að taka málin áfram með öflugri stjórn“ segir Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður ÍMARK.