Nýr Stórmeistari frímúrarareglunnar á Íslandi

Kristján Þórðarson augnlænir var kjörinn Stórmeistari Frímúrarareglunnar á Íslandi, á fundi í Reglunni föstudaginn 4. október 2019.

Tekur hann við af Val Valssyni, fv. bankastjóra, sem verið hefur stórmeistari reglunnar um langt árabil.

Kristján Þórðarson hefur á undanförnum árum gegnt embætti Kanslara Reglunnar, en hann gekk í raðir frímúrara árið 1984.

Innsetning nýs Stórmeistara í embætti fer fram á fundi laugardaginn 26. október 2019.

Kristján er fæddur 5. júlí 1950. Eiginkona hans er Guðrún G. Þórarinsdóttir líffræðingur á Hafrannsóknarstofnun. Börn þeirra eru: a) Guðlaug Þóra, f. 15. júní 1972, b) Unnur Ýr, f. 7. okt. 1973, c) Þórður Örn, f. 19. jan. 1981, d) Þórarinn Már, f. 26. nóv. 1991.