Portrett af Geir H. Haarde bætist í hópinn í Valhöll

Málverk eftir Stephen Lárus af Geir H. Haarde, fv. forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, var afhjúpað við hátíðlega athöfn í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, á Menningarnótt sl. laugardag.

Hefð er fyrir að máluð séu portrett af fyrrverandi formönnum Sjálfstæðisflokksins og eru þau til sýnis í bókastofu Valhallar.

Geir er nú fulltrúi Íslands og Norðurlandanna í stjórn Alþjóðabankans, en hann hefur undanfarin ár verið sendiherra Íslands í Washington og búið þar ásamt eiginkonu sinni, Ingu Jónu Þórðardóttur, lögfræðingi og fv. oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.

Á myndinni, sem tekin var við þetta tilefni í Valhöll, eru þau hjón ásamt Grétu Ingþórsdóttur, sem lengi var aðstoðarmaður Geirs sem ráðherra og einnig starfsmaður Sjálfstæðisflokksins.