Ráðin mannauðsstjóri Hörpu

Elín Gränz hef­ur verið ráðin mannauðsstjóri Hörpu.

Elín lauk grunn­námi í alþjóðamarkaðsfræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík árið 2001, MBA námi frá Viðskipta­há­skól­an­um í Kaup­manna­höfn 2006 og var í meist­ara­námi í mannauðsstjórn­un í Há­skóla Íslands 2009 – 2011. 

Elín var valin úr stórum hópi umsækjenda, en hún út­skrifaðist sem stjórnenda­markþjálfi frá Opna há­skól­an­um og Coach Uni­versity vorið 2018.

Undanfarin ár hefur hún starfað hjá Opn­um kerf­um.

Elín hef­ur jafn­framt verið virk í fé­lags­mál­um og er meðal ann­ars einn stofn­enda Vert­onet – hags­muna­sam­taka kvenna í upp­lýs­inga­tækni og verið í stjórn Mannauðs – fé­lags mannauðsfólks á Íslandi, viðskipta­nefnd FKA og Leiðtoga­auði.

Elín tek­ur til starfa eftir áramót.