Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún efst hjá Miðflokknum í Norðaustur

Fyrr í kvöld var framboðslisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi samþykktur á félagsfundi. 

Í tveimur efstu sætunum verða þingmennirnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fv. forsætisráðherra, og Anna Kolbrún Árnadóttir.

Þorgrímur Sigmundsson varaþingmaður er í þriðja sæti, í 4. sæti Ágústa Ágústsdóttir, 5. sæti Alma Sigurbjörnsdóttir og 6. sæti Guðný Harðardóttir.

Miðflokkurinn fékk tvo menn kjörna í Norðausturkjördæmi í kosningunum fyrir fjórum árum.

Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður. Ljósmynd: www.danielstarrason.com