Smári McCarthy nýr formaður Pírata — valinn með hlutkesti

Smári McCarthy, þingmaður Pírata.

Á þingflokksfundi Pírata þann 25. ágúst sl. var Halldóra Mogensen kjörinn formaður þingflokks Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir varaformaður og Helgi Hrafn Gunnarsson ritari þingflokks.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum.

Smári McCarthy hafði áður verið valinn formaður samkvæmt hlutkesti, eins og venja er til samkvæmt grein 14.6 í lögum Pírata, en þingflokkurinn velur árlega formann samkvæmt hlutkesti til að tryggja aðgang að sömu aðstoð og aðrir þingflokkar hafa.

Formannsembættinu fylgja engar formlegar skyldur eða valdheimildir. Eins og áður hafna þingmenn Pírata formannsálagi á þingfararkaup.