Sr. Pálmi sóknarprestur í sameinuðu prestakalli í Fossvogi

Sr. Pálmi Matthíasson hefur verið sóknarprestur í Bústaðakirkju um árabil.

Biskup Íslands hefur ákveðið, byggt á samþykkt kirkjuþings 2018, að embætti sóknarprests í Bústaðaprestakalli og embætti sóknarprests í Grensásprestakalli verði lögð niður þann 1. júní næstkomandi.

Séra María Ágústsdóttir hefur þjónað sóknarprestsembætti Grensásprestakalls og mun halda því áfram til mánaðarmóta.

Séra Pálmi Matthíasson verður sóknarprestur í sameinuðu prestakalli, Fossvogsprestakalli, frá 1. júní næstkomandi, samkvæmt ákvörðun Kristjáns Björnssonar, setts biskups í málinu.