Svanhildur Hólm verður sendiherra í Washington

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og Svanhildur Hólm Valsdóttir, fv aðstoðarmaður hans.

Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og fv. aðstoðarmaður fjármálaráðherra, verður næsti sendiherra Íslands í Washington.

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra skipuleggur þessa dagana hringekju breytinga innan utanríkisþjónustunnar. Mesta athygli vekur innkoma Svanhildar í utanríkisþjónustuna, en hún var aðstoðamaður Bjarna um langt árabil.

Meðal annarra breytinga er að Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, verður sendiherra í Róm.