Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn samskiptastjóri biskupsstofu.
Pétur hefur undanfarin ár starfað sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, ásamt því að leiða Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofu.
Áður starfaði Pétur m.a. sem verkefnastjóri á Markaðs- og samskiptasviði Háskóla Íslands. Auk þess hefur Pétur starfað sem framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfirðinga.
Pétur er ekki ókunnur þessum málaflokki, því hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands.
Pétur hefur tekið þátt í stjórnmálastarfi og sat m.a. á alþingi sem varamaður fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, þingveturinn 2012-2013. Pétur er fyrrverandi formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Þá hefur Pétur setið í fjölda stjórna, nefnda og ráða í ýmsum félagasamtökum og innan stjórnsýslunnar.
Pétur á knattspyrnuferil að baki og lék m.a. með Fjölni, Val og Víking í úrvalsdeild.
Nýi samskiptastjórinn er 38 ára gamall. Unnusta hans er Margrét Lilja Vilmundardóttir, guðfræðingur og íslenskufræðingur. Þau eiga saman þrjú börn, Hörð Markús, Sigrúnu Ísabellu og Úu Maríu.
Pétur mun hefja störf á biskupsstofu í byrjun ágúst.