Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virðist hafa náð að tengja í jörð með skipan Þorsteins Sæmundssonar, fráfarandi þingmanns flokksins, í formennsku fjármálaráðs. Þorsteinn hefur verið afar ósáttur við að vera hafnað á framboðslista flokksins og leit um tíma út fyrir að leiðir skildu, en á landsfundi um liðna helgi tók ný stjórn Miðflokksins til starfa og var þá Þorsteinn þar mættur í miklu bróðerni.
Á fyrri hluta Landsþingsins í júní var kosið til stjórnar af flokksmönnum en við þann hóp stjórnarmanna bætast formaður þingflokksins og formaður fjármálaráðs sem skipaður er af formanni flokksins.
Heldur hallar nú á annað kynið í nýrri stjórn, en allir stjórnarmenn hafa nú ákveðið verksvið samanber listann hér að neðan.
Í stjórninni sitja:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður
Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks
Hallfríður Hólmgrímsdóttir, formaður innra starfs
Karl Gauti Hjaltason, formaður málefnastarfs
Bergþór Ólason, formaður upplýsingarmála
Þorsteinn Sæmundsson, formaður fjármálaráðs