Tómas Ellert stýrir baráttu Miðflokksins á landsvísu en Vigdís í borginni

Tómas Ellert Tómasson byggingarverkfræðingur og bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið ráðinn kosningastjóri Miðflokksins á landsvísu vegna alþingiskosninganna þann 25. september næstkomandi. Hann er jafnframt frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Þá hefur Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins verið ráðin kosningastjóri Miðflokksins í Reykjavík vegna alþingiskosninganna sem framundan eru.

Kosningastefna Miðflokksins verður kynnt á fjölmiðlafundi og í streymi frá Hörpu á morgun, miðvikudaginn 25. ágúst klukkan 15. Streymi verður aðgengilegt á heimasíðu flokksins xm.is og hér á Viljanum á morgun.

Miðflokkurinn segir í tilkynningu að vegna sóttvarnaráðstafana sé ekki hægt að bjóða öllum flokksmönnum að koma á staðinn eins og til stóð, en vegna sóttvarnaráðstafana og fjöldatakmarkana verði aðeins frambjóðendum boðið að mæta.

Vigdís Hauksdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Miðflokksins.