Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, útskrifaðist í gær með meistarapróf MBL í viðskiptalögfræði (Master in Business Law) frá Háskólanum á Bifröst.
Hún segir á fésbókinni að þetta hafi sannarlega verið ánægjulegur dagur. Vill hún þakka fyrir stuðning og hvatningu öll árin.
„Sérstaklega vil ég þakka Pétri Gunnlaugssyni lögmanni sem hefur staðið vakina í hinu vinsælu símatímum stöðvarinnar. Börnunum mínum Einari Karli og Arnþrúði Önnu fyrir þolinmæðina sem fara bráðlega að hitta móður sína aftur og frábærum starfsmönnum Útvarps Sögu,“ segir hún.
Og útvarpsstjórinn bætir við:
„Mottó: Það er aldrei of seint að láta drauminn rætast.“