„Þennan rétt hef ég alltaf á aðfangadag kl. fjögur – hann er alveg uppáhalds,“ segir Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins í samtali við Viljann, þegar hún er beðin um að nefna jólauppskrift sem aldrei klikkar.
Vigdís segir að einnig megi nota tígrisrækjur, en þar sem hún sé með rækjuofnæmi verði humarinn alltaf fyrir valinu.
Uppskriftin hennar Vigdísar, að himneskum humri fyrir fjóra:
1 kg. stór humar
½ líter rjómi
Heill hvítlaukur
Smjör
Salt og pipar
1 stór kjötsúputeningur
Hvítlauksbrauð
Sítróna
Skelin klofin og humarinn hreinsaður
Nokkuð vel af smjöri sett á stóra pönnu og niðursaxaður hvítlaukur svissaður, rjómanum hellt úti og látið krauma með súputeningnum, salt og pipar eftir smekk
Humarinn lagður með skelina niður í rjómalöginn og suðan látin koma upp, slökkt undir og látið standa í þrjár til fjórar mínútur.
Tilbúið á borðið og hvítlauksbrauð og sítróna haft sem meðlæti.