Willum Þór er nýr heilbrigðisráðherra

Willum Þór Þórsson er nýr heilbrigðisráðherra samkvæmt tillögu formanns Framsóknarflokksins sem samþykkt var á þingflokksfundi í morgun.

Willum Þór, sem er mörgum kunnur sem sigursæll knattspyrnumaður og síðar þjálfari, hefur verið þingmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi og formaður fjárlaganefndar.