Á meðan full­orðið fólk stjórnaði ís­lenska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu…

Davíð Oddsson, fv. forsætisráðherra, er ritstjóri Morgunblaðsins.

Davíð Oddsson fv. utanríkisráðherra sendir Guðlaugi Þór Þórðarsyni núverandi utanríkisráðherra kaldar kveðjur í Staksteinum Morgunblaðsins í dag.

Ískaldar kveðjur raunar, ef satt skal segja:

„Það er óburðugt að fylgj­ast með ut­an­rík­is­ráðherra úr Sjálf­stæðis­flokki síðustu miss­er­in. Yf­ir­menn hans í ráðuneyt­inu dingluðu hon­um inn í Mann­rétt­indaráð SÞ. Heitið er öf­ug­mæli og ráðið verður SÞ reglu­bundið til minnk­un­ar.

Borið er blak af WHO, sem er með allt niðrum sig í al­var­leg­ustu mál­um sam­tím­ans. For­stjór­inn kem­ur úr Bylt­ing­ar­flokki Eþíóp­íu, og neitaði sem heil­brigðisráðherra þar að viður­kenna út­breiðslu kóleru! Og sem enn verra var; hann gerði svo mann­kyn­inu óbæt­an­legt tjón með því að hann þumbaðist við til 11. mars !!! að staðfesta að kór­ónu­veir­an smitaðist á milli manna.

Fyrsta verk þessa for­stjóra WHO var að skipa öm­ur­leg­ustu póli­tísku fíg­úru sam­tím­ans, Muga­be, slátr­ar­ann frá Simba­bve, sem „sendi­herra góðvilj­ans“ af hálfu WHO! Muga­be var þá á loka­metr­um sem ein­ræðis­herra.

Á sama tíma og yf­ir­menn ESB eru staðnir að því að láta Kína rit­skoða yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar um kór­ónu­veiruna ákváðu þeir, til að dreifa at­hygl­inni, með skæt­ingi í garð Ung­verja­lands eins og reglu­lega gegn Póllandi, sem þeir minna á að sé ekki leng­ur full­valda ríki vegna aðild­ar sinn­ar að ESB.“

Og lokaorðin frá fyrrverandi utanríkisráðherra til eftirmanns síns eru þessi:

„Fyrstu þjóðirn­ar sem hlaupa til með um­vönd­un­arprikið þegar ESB ýtir á takka eru skandi­nav­ísku barnapí­urn­ar. Á meðan full­orðið fólk stjórnaði ís­lenska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu var þess vand­lega gætt að Ísland væri ekki ein af barnapí­un­um.“