Að áfrýja dómum sjö hæstaréttardómara til Róberts Spanó

Róbert Spanó situr fyrir Íslands hönd í Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg.

Mannréttindadómstóll Evrópu er mikið til umræðu hér á landi. Óumdeilt er að Strassborg hafi fært margt í íslensku réttarfari til betri vegar, en þeim fer fjölgandi sem hafa áhyggjur af viðleitni dómstólsins til að verða einhvers konar 4. áfrýj­un­arstigið hér á landi.

Um þetta fjallar lögfræðingurinn og ritstjórinn Davíð Oddsson, fv. forsætisráðherra í Reykjavíkurbréfi helgarinnar, og vísar til nýlegrar umsagnar Lögmannafélagsins við frumvarp á þingi og viðtals í Morgunblaðinu við danskan lagaprófessor sem kom hingað til lands á dögunum í tilefni af aldarafmæli Hæstaréttar Íslands.

„Virðist Lög­manna­fé­lagið ekki átta sig á því, að fari svo að Ísland verði bundið af þess­um dóm­stól gengi það gegn nú­ver­andi stjórn­ar­skrá lands­ins. Nú­ver­andi rík­is­stjórn og þeir flokk­ar sem að henni standa hafa að und­an­förnu sýnt að þeir gera ekki meira með stjórn­ar­skrána en þeir gera með samþykkt­ir lands­funda sinna, sem þeir gera ekk­ert með ef það hent­ar stund­ar­veik­leika þeirra,“ segir hann.

Yfirþyrmandi aumingjagangur

„En færi nú svo í öll­um þeim yfirþyrm­andi aum­ingja­gangi sem ein­kenn­ir ís­lensk stjórn­mál í augna­blik­inu að það gengi eft­ir að MRD yrði 4. áfrýj­un­arstigið með miklu víðfeðmara umboði en sátt­mál­inn sjálf­ur stend­ur til, þá er rétt að lesa vand­lega hvað laga­pró­fess­or­inn danski seg­ir um hvernig dóm­ar þar verða til.

Í hinu at­hygl­is­verða viðtali seg­ir: „And­er­sen tel­ur jafn­framt að aðferð Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins við að semja dóma sé gagn­rýn­is­verð.

Dóm­stóll­inn fái ár­lega um 50 þúsund um­sókn­ir um málsmeðferð og vísi flest­um frá með stuttri, skrif­legri um­sögn lög­fræðings hjá dóm­stóln­um sem ein­hver dóm­ar­anna skrifi und­ir. Sé hins veg­ar samþykkt að taka mál fyr­ir fari það í hend­ur dóm­ara sem hafi for­ræði á mál­inu. Sá semji síðan drög að dómsniður­stöðu með aðstoð lög­fræðinga dóm­stóls­ins. Hún sé síðan bor­in upp í viðkom­andi und­ir­deild. Mál­flutn­ing­ur sé skrif­leg­ur.

Við það til­efni geti aðrir dóm­ar­ar lýst gagn­stæðum sjón­ar­miðum. Þá geti þurft sterk bein til að ganga gegn niður­stöðu lög­fræðinga dóm­stóls­ins og sjón­ar­miðum dóm­ara aðild­ar­rík­is sem málið varðar.

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og fv. forsætisráðherra.

Dóm­ar­arn­ir hafi til­hneig­ingu til að fylgja sjón­ar­miðum dóm­ara aðild­ar­rík­is sem málið varðar.“

Um þetta segir Davíð:

„Nái þeir, sem nú vinna hörðum hönd­um að því að sarga sund­ur hverja grein full­veld­is­ins af ann­arri, sínu fram og bindi Ísland á klafa þessa dóm­stóls (sem rís reynd­ar ekki und­ir því nafni), sem þannig er lýst, þá vit­um við hvernig komið er. Þá má áfrýja dómi sem sjö hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ar hafa dæmt og Ró­bert Spanó einn (með eða án sam­s­ráðs við helstu sam­ráðsmenn sína) mun þá ráða því hvort dóm­ur Hæsta­rétt­ar Íslands skuli standa.

Það væri öm­ur­leg gjöf á ald­araf­mæli.

Send­ing­arn­ar frá Strass­búrg eru á hinn bóg­inn orðnar miklu skilj­an­legri en áður var.

Og svei.“