Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, setur fram skiljanlegt og skynsamlegt stöðumat í prýðilegu viðtali við ViðskiptaMoggann í dag.
Hann segir þar verkefnið framundan að endurbyggja traust og ná saman um viðbrögð við breyttri heimsmynd. Verkföll við slíkar aðstæður hjá Eflingu sé óskiljanlegt tiltæki.
„Íslensk kjarasaga er uppfull af dæmum um höfrungahlaup þar sem ein stétt kemur og þvingar fram meiri launahækkanir en síðasti hópur fékk og þannig koll af kolli. Það er alveg nýr veruleiki að sama stéttarfélagið reyni að fara í höfrungahlaup við sig sjálft. Það er einstakt og nokkuð sem enginn sá fyrir og ég get ekki útskýrt,“ segir Halldór í viðtalinu.
Undir þetta skal tekið.