Að fara í höfrungahlaup við sjálfan sig

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, setur fram skiljanlegt og skynsamlegt stöðumat í prýðilegu viðtali við ViðskiptaMoggann í dag.

Hann segir þar verk­efnið framund­an að end­ur­byggja traust og ná sam­an um viðbrögð við breyttri heims­mynd. Verkföll við slíkar aðstæður hjá Eflingu sé óskiljanlegt tiltæki.

„Íslensk kjara­saga er upp­full af dæm­um um höfr­unga­hlaup þar sem ein stétt kem­ur og þving­ar fram meiri launa­hækk­an­ir en síðasti hóp­ur fékk og þannig koll af kolli. Það er al­veg nýr veru­leiki að sama stétt­ar­fé­lagið reyni að fara í höfr­unga­hlaup við sig sjálft. Það er ein­stakt og nokkuð sem eng­inn sá fyr­ir og ég get ekki út­skýrt,“ seg­ir Hall­dór í viðtalinu.

Undir þetta skal tekið.