Aldrei meiri óánægja með ríkisstjórnina

Óhætt er að segja að ríkisstjórnin hafi fallið hratt í vinsældum upp á síðkastið í skugga vaxandi verðbólgu og umdeildra mála í þjóðfélagsumræðunni. Á ársfjórðungsfresti birtir Maskína niðurstöður um hversu mikil ánægja mælist annars vegar með störf ríkisstjórnarinnar og hins vegar með störf stjórnarandstöðunnar. Niðurstöður á öðrum ársfjórðungi sýnir að óánægjan heldur áfram að aukast og þeim sem eru ánægð með störf ríkisstjórnarinnar heldur áfram að fækka.

Á fyrsta fjórðungi ársins sögðust 48% aðspurðra óánægð með störf ríkisstjórnarinnar og var það aukning um 19 prósentustig á einu ári. „Talan hafði ekki verið hærri frá því að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum. Nú á öðrum ársfjórðungi eykst óánægjan og er nú í fyrsta sinn meira en helmingur aðspurðra óánægður með störf ríkisstjórnarinnar eða 54%.

Á sama tími fækkar þeim sem eru ánægð með störf hennar um 5 prósentustig á milli ársfjórðunga og eru því nú aðeins 18% aðspurðra ánægð með störf ríkisstjórnarinnar.Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls voru svarendur 4.892, en þeir eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram apríl til júní 2023,“ segir á vef Maskínu.