Áslaug Arna lætur hendur standa fram úr ermum

Einn allra líflegasti ráðherra þessarar annars ákaflega líflausu ríkisstjórnar er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála.

Áslaug Arna virðist hafa plan í stjórnmálum, sem er strax mikill kostur, en svo hefur hún heldur ekki gleymt þeirri hugmyndafræði sem flokkur hennar á að standa fyrir og það er dýrmætt á þessum síðustu og verstu tímum.

Áslaug Arna hefur látið mjög til sín taka í þeim ráðuneytum sem hún hefur farið fyrir og markað spor sem eru dýpri en sem nemur pólitískum kjörtímabilum. Þannig eiga ráðherrar einmitt að vera.

Síðast í dag brást hún við afleitum niðurstöðum PISA-könnunarinnar fyrir okkur Íslendinga því því að kynna stórsókn í fjölgun námsplássa fyrir þá sem vilja mennta sig í raun­vís­ind­um, tækni­geir­um og heil­brigðis­vís­ind­um.

Læknanemum verður fjölgað úr 60 í 75, hjúkrunarfræðinemar fara úr 120 í 150, félagsfræðingum verður fjölgað ásamt því að halda eigi betur utanum nemendur í verkfræði- og náttúruvísindum til að minnka brottfall.

Þá kynnti hún í dag að strax yrði ráðist í aðgerðir vegna PISA til að fjölga kennurum með raungreinabakgrunn til að styrkja kennslu í stærðfræði og náttúrufræði.

Þetta verklag, að láta hendur standa fram úr ermum, mættu fleiri stjórnmálamenn gjarnan tileinka sér.