Áslaug Hulda aðstoðar nöfnu sína tímabundið

Áslaug Hulda Jónsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Garðabæ.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur ráðið Áslaugu Huldu Jónsdóttur sem aðstoðarmann í fjarveru Eydísar Örnu Líndal sem er í fæðingarorlofi.

Áslaug Hulda er formaður bæjarráðs Garðabæjar og hefur verið bæjarfulltrúi frá árinu 2010 en hún er ekki framboði til sveitarstjórnakosninga í vor, gaf ekki kost á sér eftir að hafa orðið í prófkjöri um oddvitasæti listans.

Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu á sviði nýsköpunar og menntamála en hún hefur m.a. komið að uppbyggingu plastendurvinnslufyrirtækisins Pure North Recycling og var framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. 

Áslaug Hulda er grunnskólakennari að mennt með framhaldsmenntun í stjórnun frá IESE Business School í Barcelona.