Ástráður líklegastur

Sex sóttu um embætti ríkissáttasemjara sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsti laust til umsóknar í byrjun júní sl.

Umsækjendur um embættið eru eftirtaldir:

Aldís Guðný Sigurðardóttir, lektor við viðskiptadeild HR og forstöðumaður MBA-náms
Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari
Hilmar Már Gunnlaugsson, lyfjafræðingur
Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga
Muhammad Abu Ayub, vaktstjóri
Skúli Þór Sveinsson, sölumaður

Hæfni umsækjenda verður metin af ráðgefandi hæfnisnefnd sem skipuð er á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Félags- og vinnumarkaðsráðherra mun skipa í embættið til fimm ára.

Gera má því skóna, að Ástráður Haraldsson sé líklegastur að verða fyrir valinu eftir velheppnaða framgöngu í vor, þegar Aðalsteinn Leifsson vék sæti sem sáttasemjari í harðri deilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar.