Auglýst eftir ritstjóra DV

Fjölmiðlakonan Tobba Marínós er sem kunnugt er að hætta sem ritstjóri DV og í Fréttablaðinu í gær auglýsti fjölmiðlafyrirtækið Torg í heilsíðuauglýsingu eftir nýjum ritstjóra þessa fornfræga fjölmiðils sem nú er hættur að koma út á pappír.

Rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla hefur ekki verið gæfulegt um langt skeið og fáum kom á óvart þegar prentútgáfan var sett í það sem kallað var tímabundið hlé. En á Netinu lifir dv.is góðu lífi og á marga dygga lesendur, svo eflaust verða ýmsir til þess að senda inn umsókn um ritstjórastarfið.