„Á sama tíma og fjöldi fyrirtækja er að segja upp fólki og leita allra leiða til að hagræða þá heyrist ekkert um slíkt hjá hinu opinbera.“
Þetta segir Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi og fv. forstjóri N1, í færslu á fésbókinni, sem margir geta eflaust tekið undir.
Hermann segir að hjá hinu opinbera sé starfandi stanslaus kór sem kalli á meira fjármagn, fleira starfsfólk og hærri laun.
„Ég held að það sé kominn tími á stórar aðgerðir til hagræðingar í opinberum rekstri, fækkun stofnana og stórfellda sölu ríkiseigna.
Það er klárlega kominn tími á aðgerðir,“ segir Hermann, sem á sínum tíma var valinn markaðsmaður ársins í viðskiptalífinu.
Undir orð hans skal tekið.