Birgir og Erna sögð kvislingar eftir óvænt vistaskipti yfir í Sjálfstæðisflokkinn

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og áður Miðflokksins. / Viljinn: Rúnar Gunnarsson.

Birg­ir Þór­ar­ins­son, oddviti Miðflokksins í síðustu kosningum, hefur óvænt sagt skilið við Miðflokk­inn og gengið til liðs við þing­flokk Sjálf­stæðis­flokks­ins, að því er Morgunblaðið greinir frá á forsíðu í dag. Þetta virðist hafa gerst í gærkvöldi og mun Birgir þá hafa greint Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni Miðflokks­ins, frá ætl­an sinni.

„Nú hef­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn því 17 þing­menn á Alþingi, en Miðflokk­ur­inn aðeins tvo. Stjórn­ar­meiri­hlut­inn hef­ur því 38 þing­menn. Birg­ir seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að hann hafi ráðfært sig við trúnaðar­menn Miðflokks­ins í Suður­kjör­dæmi áður en hann lét af því verða að ganga til liðs við sjálf­stæðis­menn. Þar á meðal við Ernu Bjarna­dótt­ur, 2. mann á lista Miðflokks­ins í Suður­kjör­dæmi og vara­mann sinn á þingi, sem einnig færi sig um set, taki hún sæti á þingi,“ segir í frétt blaðsins.

Athygli vekur, að vista­skipti Birg­is virðast eiga sér töluverðan aðdraganda, ef marka má frásögn Birgis í viðtali við blaðið og grein sem hann skrifar þar í dag. Hann atburðarásina hafa verið hraða undanfarna daga, en uppákoman á veitingastaðnum Klaustri hafi setið í sér, enda hann fordæmt hana á sínum tíma. „Hann kveðst hafa vonað að um heilt hefði gróið síðan, en annað hafi komið í ljós. Hann hafi því að vand­lega yf­ir­veguðu ráði ákveðið að hann gæti ekki átt sam­leið með hinum þing­mönn­um Miðflokks­ins leng­ur,“ segir í frásögn blaðsins og þess þar getið að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi samþykkt beiðni Birgis um inngöngu samhljóða.

Staðan er því nú þannig að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bergþór Ólason úr Norðvesturkjördæmi eru einu þingmenn Miðflokksins sem eftir eru á þingi. Sæti Bergþórs er þó ekki öruggara en svo, að allt logar í kærum vegna endurtalningar í kjördæminu og sérstök undirbúningsnefnd um rannsókn kjörbréfa nú að störfum í þinginu. Eftir að lokatölur voru gefnar út fyrir hálfum mánuði virtist Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi inni, en eftir endurtalningu síðar um daginn féll hann af þingi ásamt fjórum öðrum jöfnunarmönnum og fimm komu í þeirra stað, þeirra á meðal Bergþór.

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, hefur sterkar skoðanir á framgöngu tvímenninganna, á umræðuhópi Miðflokksins nú í morgun, og rifjar upp framgöngu eins þekktasta landráðamanns sögunnar: